Að byggja eða byggja ekki?

Allir hér á Hornafirði eru sammála um að hér vanti leiguíbúðir fyrir ungt fólk og þá sem setjast hér að. Ýmsa leiðir hafa verði farnar til að fá verktaka til að byggja hér en það hefur ekki skilað árangri.
Það má ekki gefast upp og sitja með hendur í skauti. Hér vantar leiguhúsnæði og því þarf að leita allra leiða til þess að bæta úr því. Leiguverð þarf að vera 1% af byggingarkostnaði til þess að framkvæmdir borgi sig.
Hvert sveitarfélag þarf að sinna ákveðinni grunnþjónustu og hluti af því er að sjá til þess að leigumarkaður sé til staðar. Með samræðum og skipulagi og skýrri framtíðarsýn sem allir koma að, á að vera hægt að leysa þetta.
Leiguverðið þarf ekki að vera svona hátt ef horft er til lengri tíma og vekur það upp spurningar um hvort það sé sveitarfélaginu fyrir bestu að ráðast í slíkar byggingar og leigja til langs tíma. Síðar meir væri mögulega hægt að selja íbúðirnar.
Önnur leið sem vert væri að skoða væri myndun svokallaðs „non-profit“ leigufélag þar sem sveitarfélagið gæti byggt og leigt út íbúðir á hagstæðum kjörum til að svara þeirri eftirspurn sem er til staðar.
Ég tel það skyldu sveitarfélagsins á tímum sem þessum að finna lausn á vandanum, þar sem skortur á leiguhúsnæði stendur í vegi fyrir jákvæðri íbúaþróun og hamlar framför atvinnumarkaðsins.

3. Framboðið lýsir því yfir að það verður að finnast lausn á leiguvanda sem allra allra fyrst. Setjum x við E 
 
 
http://3frambod.wordpress.com/4-otto-marwin-gunnarsson/ 

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband